Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 287 svör fundust

Get ég stofnað kirkju á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona:Þarf að uppfylla skilyrði um lágmark, eða hvað þarf til að stofna kirkju á Íslandi? Ætli það þurfi einhvern lágmarksfjölda safnaðarmeðlima? Ég finn ekkert um það, með fyrirfram þökk fyrir svarið. Stutta svarið er einfaldlega að öllum er frjálst að stofna kirkju eða trúarsamfélag og...

Nánar

Hvenær byrjar kirkjuárið og hvers vegna?

Kirkjuárið er byggt upp í samræmi við hugmyndir kristninnar um ævi Jesú Krists á jörðu og líf kirkju hans eftir að hann steig upp til himna. Þess vegna byrjar kirkjuárið með aðventunni, þegar við bíðum þess að Jesúbarnið fæðist á jólum....

Nánar

Hvað er fylliliður?

Orðið fylliliður er í setningafræði notað um það sem á ensku er kallað complement. Þetta hugtak er notað um þá liði sem fylgja aðalorði setningarliðs. Fylliliður getur verið fallorð og stjórnar aðalorðið þá falli hans. Sama gildir um andlög sagna. Atviksliðir og forsetningarliðir teljast oft fylliliðir ef þeir fyl...

Nánar

Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lútherskri?

Túlka má muninn á kaþólskum sið og lútherskum svo að trú hins lútherska sé huglæg – ósýnileg – og undir honum einum komin en trú kaþólskra sé að nokkru hlutlæg – hún sést – er fólgin í réttum verkum. (Trúaður lútherskur maður vinnur þó rétt verk, en hann dæmist ekki af þeim og trú hans ræðst ekki af þeim.) Þetta e...

Nánar

Hvernig varð höfuðlúsin til?

Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) og fatalúsin sem einnig er nefnd búklús (Pediculus humanus humanus) eru dæmi um útsníkla, en svo nefnast sníkjudýr sem lifa utan á öðrum lífverum. Ekki er mikill munur á þessum tveimur deilitegundum en vistfræði þeirra er nokkuð ólík. Eins og nafnið gefur til kynna lifa höfuð...

Nánar

Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?

Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...

Nánar

Hvers konar dauðdagi er sóttdauði?

Sóttdauði kallast það er fólk deyr af völdum sjúkdóms. Orðið er lítið notað í dag en finnst víða í Íslendingasögum og öðrum fornum ritum. Til samanburðar er fólk sagt deyja sædauða, látist það á sjó, ellidauða ef það deyr úr elli og vápndauða, falli það fyrir vopnum. Talað er um sóttdauða látist fólk af völdum ...

Nánar

Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?

Sameinuðu arabísku furstadæmin kallast United Arab Emirates á ensku og á því tungumáli er orðið Emiratis notað þegar vísað er til þegnanna. Íslenskan virðist hins vegar ekki eiga neitt orð yfir íbúa landsins ef marka má lista yfir ríkjaheiti sem er að finna á vef Árnastofnunar. Listi þessi var tekinn saman af...

Nánar

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

Nánar

Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?

Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja. Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á...

Nánar

Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?

Húspostillan er bókmenntategund sem telja má eitt einkenni á kristindómi mótmælenda. Eins og fleiri uppbyggileg rit var hún ætluð til upplestrar á heimilum. Húslestrar tíðkuðust hér á landi fram á 20. öld og eru til margar lýsingar á því hvernig þeir fóru fram. Á helgidögum og hátíðum var lesið úr húspostillu og f...

Nánar

Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera? Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu bo...

Nánar

Fleiri niðurstöður